Innlent

Kristrún Lind nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra

MYND/Valgarður

Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hefur hún störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Kristrún Lind er fædd árið 1971, lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og framhaldsnámi frá KHÍ 2004. Hún hefur starfað sem kennari og skólastjóri, meðal annars við Grunnskóla Önundarfjarðar og víðar, við ráðgjöf og kennslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og sem verkefnisstjóri hjá menntamálaráðuneytinu. Hún situr einnig í ritstjórn vefritsins Tíkin.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×